top of page
Search

Viltu öðlast jafnvægi og geta tekist á við streitu til framtíðar?

Updated: Jun 11, 2024

ree

Í vor lauk ég námi í streitumarkþjálfun með vottun frá Forebyg stress í Damörku og Bjarne Toftegård, einum fremsta streitugúru Dana. Ég er því spennt að geta bætt streitumarkþjálfun og streituráðgjöf við þjónustu mína.

 

Aðferðafræðin sem ég vinn eftir var prófuð vísindalega í rannsóknarverkefninu COPESTRESS. Um er að ræða sannreynda streituúrvinnslu, fræðslu og fyrirbyggjandi streitustjórnun - rannsókn sem sýndi einkar mikinn árangur einstaklinga í að ná tökum á streitu og koma veikindaskráðum til starfa á ný.

 

Hvað færð þú út úr streitumarkþjálfun:

  • Þú kemst í jafnvægi á ný.

  • Þú lærir að þekkja streitueinkennin þín, hvernig þau eru og hvað þau þýða.

  • Þú lærir að skilja streituvaldana í lífi þínu og hvernig má vinna úr þeim.

  • Þú öðlast verkfæri og færni til að takast á við streitu.

  • Þú nærð tökum á streitustjórnun til framtíðar.

 

Streitumarkþjálfun byggir á þremur þáttum:

  1. Streitulosun – þar sem unnið er að því að róa streitukerfið og koma líkamanum í jafnvægi á ný.

  2. Markþjálfun - þar sem unnið er úr persónulegum streitutengdum áskorunum hvers og eins.

  3. Fræðslu og ráðgjöf um streitu og streitustjórnun.

 

Með yfir 20 ára stjórnunarreynslu og 9 ára reynslu sem markþjálfi hef ég yfirgripsmikla þekkingu á áskorunum atvinnulífsins og þeim miklu árangurskröfum sem stjórnendur og starfsfólk standa frammi fyrir. Ég þekki líka af eigin raun hvernig streitan getur lagt mann og rænt mann sjálfstrausti og orku.

 

Ekki láta streituna leggja þig, þér getur liðið svo miklu betur.

 
 
 

Comments


BE Ráðgjöf ehf.

kt: 631121-0710

Sími: 778-0775

email: bara@baraeinars.is

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Takk fyrir fyrirspurn þína, við verðum í sambandi við fyrsta tækifæri.

© 2021 by BE Ráðgjöf ehf. 

bottom of page